ALM Verðbréf

Um fjármál og fagmennsku

Fréttir

ALM Verðbréf gerir samstarfssamning við Nordea.

ALM Verðbréf hefur gert samstarfssamning við Nordea um sölu á erlendum sjóðum fyrirtækisins.   Nordea er leiðandi eignastýringaraðili á Norðurlöndum og er með um 194 milljarðar evra eignir undir stýringu.  Nordea býður upp á mikið úrval af erlendum sjóðum og með samstarfinu við Nordea opnast nýjir fjárfestingamöguleikar fyrir viðskiptavini ALM Verðbréfa til að fjárfesta í hefðbundnum og sérhæfðum eignaflokkum.  Fyrirhuguð afnám gjaldeyrishafta kallar á fjölbreytt úrval erlendra fjárfestingakosta í framtíðinni. 

Um Nordea

Saga Nordea nær allt til ársins 1820 en í dag  vinna um 32 þúsund starfsmenn hjá fyrirtækinu.  Nordea er leiðandi banki á Norðurlönum og er einn af fáum evrópskum bönkum sem er með AA lánshæfi og einn af 10 stærstu bönkum Evrópu.  Nordea býður upp á úrval sjóða á sviði hefðbundinnar eignastýringar og sérhæfðar stýringar.


Svæði