ALM Verðbréf

Um fjármál og fagmennsku

Fjárfestingafélag atvinnulífsins

Fjárfestingafélag atvinnulífsins (FA) var stofnað 2015 af ALM Verðbréfum hf. (ALM) í samstarfi við lífeyrissjóði.   FA er fjármagnað af lífeyrissjóðum en ALM er rekstraraðili félagsins.  Tilgangur FA er að fjölga fjármögnunarleiðum fyrirtækja sem teljast lítil og meðalstór.

Fjármögnun fyrirtækja

Íslensk fyrirtæki hafa hingað til fjármagnað sig að stærstum hluta hjá fjármálafyrirtækjum.   Víða um lönd leikur skuldabréfamarkaðurinn stærra hlutverk við fjármögnun fyrirtækja og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem fjármögnun fyrirtækja fer að miklu leyti fram á skuldabréfamarkaði.  ALM telur að á næstu árum muni hlutfall markaðsfjármögnunar íslenskra fyrirtækja vaxa og þróast í átt að því sem gerist erlendis.  Tilgangur FA er að mæta þeim vexti hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.  

Skv. fjárfestingastefnu kaupir FA fyrirtækjaskuldabréf sem gefin eru út af litlum og meðalstórum fyrirtækjum.  Útgefendur er lánshæfismetnir skv. lánshæfislíkani ALM og miðað er við einkunnina BB- að lágmarki.  FA leggur mat á mögulega fjárfestingu í fyrirtækjaskuldabréfi með því að horfa m.a. til lánshæfiseinkunnar útgefanda, veða og fjárhagskvaða.

Dæmi um fyrirtækjaskuldabréf sem FA kaupir:

  • Skuldabréf sem tryggð eru með veði í fasteign.
  • Skuldabréf sem tryggð eru með veði í lausafé.
  • Skuldabréf sem gefin eru út í tengslum við byggingu íbúðar eða atvinnuhúsnæðis og leiðir til langtímafjármögnunar.
  • Ótryggð skuldabréf fyrirtækja með gott lánshæfismat.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á almv@almv.is 

Svæði