ALM Verðbréf

Um fjármál og fagmennsku

Eignastýring

Eignastýring ALM byggir á grunngildum fyrirtækisins um óhæði, sjálfstæði og gegnsæi. Með þessum grunngildum, ásamt reynslumiklum starfsmönnum á sviði eigna- og áhættustýringar setjum við okkur það markmið að vera leiðandi á sviði eignastýringar.

ALM rekur ekki eigin miðlun og stundar ekki eigin viðskipti.  Við leggjum áherslu á gegnsæi í þóknunum og í samstarfi við viðskiptavini leitum við hagstæðustu kjara við miðlun verðbréfa og vörslu.  Fyrir hefðbundna eignastýringu hjá fagfjárfestum byggjum við á sérgreindum söfnum til að lágmarka kostnað og hámarka gegnsæi. Fyrir sérhæfðari eignastýringu byggjum við á eigin reynslu og þekkingu, en erum jafnframt í samstarfi við aðra sérfræðinga á markaði bæði hér heima og erlendis.

Starfsmenn búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af innlendum og erlendum mörkuðum og öllum eignaflokkum og tegundum fjármálagerninga. Við höfum upplifað góða tíma og farið í gegnum erfiða tíma, og vitum að orðspor okkar og árangur sem við náum fyrir okkar viðskiptavini er dýrmætasta auðlind eignastýringar.  Við leggjum áherslu á áhættugreiningu viðskiptavinar, og að strax í upphafi séu allir aðilar meðvitaðir um markmið stýringar og áhættuþol. Yfirlit til viðskiptavinar eru því sérhönnuð og upplýsandi um áhættu viðskiptavinar.    

Svæði