ALM Verðbréf

Um fjármál og fagmennsku

Áhættugreining

ALM er vel þekkt skammstöfun úr ensku og stendur fyrir "Asset and Liability Management", sem á íslensku mætti útleggja sem "stýringu eigna og skuldbindinga".  Áhættugreining, sem nær yfir bæði eignir og skuldbindingar, er lykilatriði til að öðlast skilning á stöðu og markmiðum viðskiptavina okkar og er grundvöllurinn að skýrri markmiðssetningu og árangri í stýringu eigna og/eða skuldbindinga.  Með það að leiðarljósi leggur ALM mikla áherslu á áhættugreiningu og áhætturáðgjöf, hvort sem um er að ræða lífeyrissjóði, fagfjárfesta, einstaklinga eða fyrirtæki.

Í dag höfum við komið sem ráðgjafar að skipulagi áhættustýringar og gerð áhættustefnu fyrir fjölda lífeyrissjóða og fyrirtækja.  Viðskiptavinir hafa jafnframt úthýst hluta af áhættugreiningu og áhættueftirliti til ALM og höfum við þróað fjölda lausna sem hentar ólíkum viðskiptavinum.

Áhættugreining gegnir mikilvægu hlutverki í allri starfsemi ALM og er lykilatriði í vöruþróun félagsins, sem veitir okkar viðskiptavinum mikilvægt forskot í áhætturíkum heimi viðskipta og eignastýringar.

 

Svæði