ALM leggur metnað sinn í að veita bestu mögulegu þjónustu til viðskiptavina þar sem óhæði og sjálfstæði fjármálaþjónustu er í öndvegi.
Flýtilyklar
Eignastýring
Eignastýring ALM byggir á grunngildum fyrirtækisins um óhæði, sjálfstæði og gegnsæi. Með þessum grunngildum, ásamt reynslumiklum starfsmönnum á sviði eigna- og áhættustýringar setjum við okkur það markmið að vera leiðandi á sviði eignastýringar.
Áhættugreining
ALM er vel þekkt skammstöfun úr ensku og stendur fyrir "Asset and Liability Management", sem á íslensku mætti útleggja sem "stýringu eigna og skuldbindinga". Áhættugreining viðskiptavina er lykilatriði til að ná árangri fyrir okkar viðskiptavini.
Fyrirtækjaráðgjöf
ALM býður alhliða fyrirtækjaráðgjöf þar sem megin áherslan er á fjármögnun, fjárhagslega endurskipulagningu og samskipti við lánastofnanir. Að auk tekur ALM að sér kaup og sölu fyrirtækja og önnur stór og smá verkefni á sviði fyrirtækjaráðgjafar og fjármála.